Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu

Hlutverk félagsins er:

a. að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

b. að gæta réttinda og skyldna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfréttindi hvers konar.  Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna, í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

c. að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla og ánægju.

d.að efla samvinnu innan félagsins og  að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.

Borgarbraut 1a. 350. Grundarfirði

Sími: 4361077 - 8997090

Skrifstofa S.D.S er til húsa á Borgarbraut 1a í Grundarfirði                     

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá 14:00 – 17:00

Símanúmerið á skrifstofunni er : 4361077

Farsímanúmer formanns er : 8997090

Rafpóstur: dalaogsnae@gmail.com

Formaður félagsins er Helga Hafsteinsdóttir sem er jafnframt eini starfsmaður skrifstofunnar. Þ.a.l. er vissara að hringja á undan sér ef langt er farið. En það er alltaf hægt að hafa samband símleiðis og í tölvupósti og mun formaður hafa samband aftur við fyrsta tækifæri.

Hér er S.D.S.
A+ R A-

Hafa samband

Rafpóstur:
Efni:
Skilaboð:

Málþing S.L.R.B.

Þann 13. október mun Samband lífeyrisþega ríkis og bæja efna til málþings þar sem fjögur erindi er varða hin ýmsu málefni lífeyrisþega verða flutt. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala og Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona munu allar flytja erindi en ítarlegri dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.

Allir áhugasamir eru velkomnir á málþingið sem fer fram kl. 13 þann 13. október í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Að loknum erindunum munu fyrirlesarar svara spurningum viðstaddra. SLRB mun svo bjóða upp á veitingar að málþinginu loknu en gert er ráð fyrir að dagskrá verði lokið um kl. 15.

Dagskrá:

13:00 Setning – Elín Brimdís Einarsdóttir, formaður SLRB

13:05 Áunnin réttindi og almannatryggingar – Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

13:30 Aldursvæn Reykjavík. Hvað er nú það? – Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs

13:50 Hvað skiptir mestu máli við val á hjúkrunarheimili, fallegt hús eða góð hjúkrun? – Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala

14:15 Erum ekki komin í ruslaflokk – Erna Indriðadóttir, fjölmiðlakona

14:45 Kaffi í boði Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja

 

Fundarstjóri: Ágúst Bogason, kynningarfulltrúi BSRB

 

 

 

Fæðingarorlof

Starfslok

Vertu á verði

Virk

Félagsmálaskóli

Starfsmat